Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi Sig: Bara geggjaður í fótbolta og á að vera í landsliðinu
Icelandair
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt, hrósar Kristian Hlynssyni í hástert.

Kristian er á mála hjá Ajax í Hollandi og var í stóru hlutverki þar á síðasta tímabili. Hann hefur verið í minna hlutverki á þessu tímabili en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Gylfi var í viðtali í Dr Football hlaðvarpinu þar sem hann var spurður út í það af hverju hann hefði verið svona lengi að komast í landsliðið á sínum tíma. Gylfi sagðist ekki vita það og talaði þá um Kristian.

„Ég byrjaði seint í landsliðinu, því miður. Ég veit ekki af hverju," sagði Gylfi.

„Við erum með frábæran leikmann í Ajax í dag sem hefur ekki verið mikið með landsliðinu."

Kristian hefur ekki verið í síðustu landsliðshópum og hefur ástæðan verið meiðsli. Þegar hann hefur verið í hópnum, þá hefur hann ekki fengið stórt hlutverk.

„Hann er bara geggjaður í fótbolta og á að vera í landsliðinu. Svona er þetta bara stundum. Þetta er mismunandi milli þjálfara," sagði Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner