Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lazio fyrsta liðið til að vinna Juventus
Mikil fagnaðarlæti.
Mikil fagnaðarlæti.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Ancelotti í Napoli eru í vandræðum.
Lærisveinar Ancelotti í Napoli eru í vandræðum.
Mynd: Getty Images
Lazio varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann skoraði eftir sendingu Rodrigo Bentancur. Miðvörðurinn Luiz Felipe jafnaði fyrir leikhlé.

Á 69. mínútu dró svo til tíðinda þegar Juan Cuadrado fékk að líta reisupassann; hann var rekinn af velli fyrir að taka Manuel Lazzari niður, en Lazzari var að komast í álitlega stöðu. Hann fékk fyrst gult spjald, en eftir að atvikið hafði verið skoðað betur með VAR fékk hann rauða spjaldið.

Lazio nýtti sér liðsmuninn og skoraði miðjumaðurinn öflugi Sergej Milinkovic-Savic á 74. mínútu. Spánverjinn Luis Alberto, sem var eitt sinn á mála hjá Liverpool, lagði upp bæði mörk Lazio.

Markahrókurinn Ciro Immobile fékk tækifæri til að ganga algjörlega frá leiknum á 79. mínútu, en Szczęsny, markvörður Juventus, varði frá honum vítaspyrnu og frákast í kjölfarið.

Szczęsny hélt Juventus inn í leiknum, en það breytti litlu þegar upp var staðið. Varamaðurinn Felipe Caicedo skoraði þriðja mark Lazio í uppbótartíma og fyrsta tap Juventus í Serie A á þessu tímabili staðreynd.

Lazio er í þriðja sæti með 33 stig, þremur stigum minna en Juventus. Inter er á toppnum með 38 stig.

Þá gerðu Udinese og Napoli 1-1 jafntefli. Piotr Zielinski jafnaði á 69. mínútu eftir að Kevin Lasagna hafði komið Udinese yfir í fyrri hálfleiknum.

Napoli hefur verið í basli að undanförnu, innan sem utan vallar. Núna hefur liðið ekki unnið í átta leikjum í röð í öllum keppnum.

Napoli er í sjöunda sæti með 21 stig og er Udinese í 14. sætinu með 15 stig.

Lazio 3 - 1 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('25 )
1-1 Luiz Felipe ('45 )
2-1 Sergej Milinkovic-Savic ('74 )
3-1 Felipe Caicedo ('90)
Rautt spjald:Juan Cuadrado, Juventus ('69)

Udinese 1 - 1 Napoli
1-0 Kevin Lasagna ('32 )
1-1 Piotr Zielinski ('69 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Dramatískur sigur Atalanta - Sveinn Aron byrjaði

Sjá einnig:
Ítalski boltinn - Spennandi titilbarátta Inter við Juventus


Athugasemdir
banner
banner