Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dramatískur sigur Atalanta - Sveinn Aron byrjaði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Atalanta fékk Verona í heimsókn í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir tóku forystuna tvisvar þrátt fyrir yfirburði heimamanna.

Stefano Di Carmine skoraði bæði mörk Verona, eitt í hvorum hálfleik, en Ruslan Malinovskyi og Luis Muriel jöfnuðu. Malinovskyi skoarði með glæsilegu skoti utan teigs og gerði Muriel sitt mark úr vítaspyrnu.

Á 86. mínútu fékk Pawel Dawidowicz sitt annað gula spjald og voru gestirnir því einum færri í uppbótartímanum. Það var þá sem albanski miðvörðurinn Berat Djimsiti gerði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá félaga sínum í vörninni Rafael Toloi.

Atalanta er í sjötta sæti, með 28 stig eftir 15 umferðir. Verona er í níunda sæti með 18 stig.

Atalanta 3 - 2 Verona
0-1 Stefano Di Carmine ('23)
1-1 Ruslan Malinovskyi ('44)
1-2 Stefano Di Carmine ('57)
2-2 Luis Muriel ('64, víti)
3-2 Berat Djimsiti ('93)
Rautt spjald: Pawel Dawidowicz, Verona ('86)

Sveinn Aron Guðjohnsen var þá í byrjunarliði Spezia sem sigraði Livorno 2-0 í B-deildinni.

Sveinn Aron spilaði fyrstu 53 mínúturnar í leiknum áður en honum var skipt útaf fyrir Emmanuel Gyasi, í stöðunni 1-0.

Spezia er um miðja deild eftir sigurinn, með 19 stig eftir 15 umferðir.

Spezia 2 - 0 Livorno
1-0 A. Ragusa ('33)
2-0 G. Mastinu ('75)
Athugasemdir
banner
banner