Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 15:31
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Krasnodar og CSKA skildu jöfn
Mynd: Getty Images
Krasnodar 1 - 1 CSKA Moskva
0-1 Ivan Oblyakov ('15)
1-1 Ari ('63)

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn er CSKA Moskva gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar. Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður í liði CSKA rétt eins og Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar.

CSKA átti góðan fyrri hálfleik og leiddi 0-1 en heimamenn tóku völdin í síðari hálfleik og náðu að jafna á 63. mínútu. Ari fylgdi þá eigin vítaspyrnu eftir með marki.

Liðin eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og er aðeins eitt stig sem skilur þau að í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Toppsætið virðist þó vera utan seilingar, Zenit er með tíu stiga forystu eftir 19 umferðir af 30.

Kaiserslautern 1 - 0 Hallescher
1-0 Florian Pick ('82)

Florian Pick gerði þá eina mark leiksins er Kaiserslautern lagði Hallescher að velli í þýsku C-deildinni.

Andri Rúnar Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Kaiserslautern, sem vann sinn fjórða leik í röð og er með 25 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner