Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. desember 2021 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fékk mikla gagnrýni á sig síðasta vor þegar ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna voru opinberuð.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, steig til hliðar en Klara gerði það ekki og hélt hún starfi sínu.

Það var mikið af fólki reitt vegna þess og fékk Klara margar hótanir. Þetta kemur fram í skýrslu sem úttektarnefnd ÍSÍ tók saman. Úttektarnefnd ÍSÍ hefur nú lokið störfum en hún var sett saman til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Í skýrslunni segir að Klöru hafi á ákveðnum tímapunkti verið ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla.

Klara ræddi við forseta Íslands og íhugaði svo að fara ekki aftur í vinnuna. Hún mætti að lokum aftur og er í dag starfandi framkvæmdastjóri KSÍ.

Úr skýrslunni:
Úttektarnefndin hefur fengið þær upplýsingar að Guðni Bergsson hafi aldrei rætt við Z þetta sumar þrátt fyrir að Y hefði komið því á framfæri við Guðna að tengdadóttir hennar væri 83 reiðubúin að tala við hann. Í kjölfar afsagnar Guðna mun Klara hafa ætlað að ræða við Z fyrir hönd KSÍ. Í viðtölum við úttektarnefndina kom fram að Klara hefði hins vegar orðið fyrir miklu áreiti og fengið fjölmargar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar og fjölmiðlaumfjöllunar og m.a. verið ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla. Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 mun Klara hafa yfirgefið höfuðstöðvar KSÍ og tilkynnt stjórn að hún væri farin og vissi ekki hvort hún kæmi aftur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin fékk mun það hafa gerst í beinu framhaldi af samtali Klöru við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands.

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U-17 ára landsliðs drengja, mun hafa hlaupið á eftir Klöru og séð til þess að hún yrði sótt í vinnuna. Borghildur Sigurðardóttir mun síðan, að beiðni starfsfólks KSÍ, hafa hringt í Z.
Athugasemdir
banner
banner
banner