Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. desember 2021 12:58
Elvar Geir Magnússon
Zouma bætist ofan á hausverk West Ham
Zouma meiddist gegn Chelsea.
Zouma meiddist gegn Chelsea.
Mynd: EPA
Vörn West Ham verður sífellt þunnskipaðri en miðvörðurinn Kurt Zouma hefur bæst á meiðslalistann. Hann meiddist aftan í læri í 3-2 sigrinum gegn Chelsea á laugardaginn.

Þessi 27 ára franski landsliðsmaður fór í skoðun í gær en félagið hefur ekki gefið út hversu lengi hann verður frá.

Félagi hans í miðverðinum Angelo Ogbonna mun ekki spila meira á tímabilinu en hann meiddist á hné í nóvember.

David Moyes gæti þurft að fara á leikmannamarkaðinn í janúar og bæta við varnarmanni. Issa Diop og Craig Dawson eru einu heilu miðverðirnir í hópnum.

Zouma hefur leikið lykilhlutverk hjá Hömrunum sem eru í fjórða sæti í deildinni, í Meistaradeildarsæti.

Balvörðurinn Ben Johnson meiddisti einnig í sigrinum gegn Chelsea en hann mun snúa til baka fyrr en Zouma.
Athugasemdir
banner
banner
banner