Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fim 07. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Carvalhal tekur við Olympiakos (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal er nýr þjálfari Olympiakos í Grikklandi, en þetta tilkynnti félagið í gær.

Carvalhal stýrði síðast Celta Vigo á Spáni en yfirgaf félagið í sumar. Áður stýrði hann liðum á borð við Sheffield Wednesday, Swansea, Braga, Sporting og Besiktas.

Hann er nú tekinn við Olympiakos í Grikklandi en þetta verður annað ævintýri hans í landinu. Hann stýrði Asteras Tripolis fyrir fimmtán árum.

Olympiakos er í 4. sæti grísku deildarinnar, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Panathinaikos.

„Það er frábær tilfinning að snúa aftur til Grikkland. Við vitum öll hversu stórt félag Olympiakos er — eitt það stærsta í Evrópu,“ sagði Carvalhal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner