Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Tosun og Walker-Peters á leið til Crystal Palace
Cenk Tosun.
Cenk Tosun.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace er nálægt því að fá Cenk Tosun og Kyle Walker-Peters á láni út tímabilið. The Athletic segir frá.

Ellefu leikmenn eru á meiðslalistanum hjá Crystal Palace og Roy Hodgson, stjóri félagsins, vill bæta leikmönnum við hópinn í þessum mánuði.

Tosun er tyrkneskur framherji sem kemur á láni frá Everton en hann hefur skorað eitt mark í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

HInn 28 ára gamli Tosun er með yfir 100 þúsund pund í laun á viku og Everton vill lána hann til að létta á launakostnaði. Tosun var nálægt því að fara til Crystal Palace frá Besiktas árið 2017 en þá klikkuðu skiptin á síðustu stundu.

Hinn 22 ára gamli Walker-Peters er hægri bakvörður Tottenham en hann hefur lítið spilað síðan Jose Mourinho tók við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner