Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. janúar 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Grindavík 
Mirza að koma til baka eftir meiðsli - Semur við Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mirza Hasecic er búinn að gera samning við Grindavík út keppnistímablið 2022. Mirza er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst bakvarðarstöðurnar, vængstöðurnar og leikið á miðjunni.

Mirza er 23 ára gamall og skipti yfir í Grindavík frá Sindra árið 2019. Hann var frá allt síðasta tímabil vegna meiðsla.

„Mirza hefur staðið sig vel á æfingum hjá liðinu á undanförnum vikum og hann mun styrkja okkar leikmannahóp. Hann er að koma tilbaka eftir erfið meiðsli og hefur mikið að sanna. Við erum mjög ánægðir að hann verði með okkur næstu árin,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, um Mirza.

Mirza er í háskólanámi í Bandaríkjunum í St. Lois háskólanum. Hann er væntanlegur aftur til Íslands í lok apríl og mun ná öllu tímabilinu með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Þess má einnig geta að faðir Mirza er Nihad Cober Hasecic sem þjálfar í yngri flokkum Grindavíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner