Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 08. janúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romero búinn að kveðja - Æfir ekki með liðinu
Sergio Romero er á förum frá Manchester United, það er orðið nokkuð ljóst.

Romero er að renna út á samningi og er ekki í leikmannahópum United í þeim keppnum sem liðið tekur þátt í.

Markvörðurinn hefur kvatt liðsfélaga sína og starfsfólk. Hann hefur ekki æft með félögum sínum á nýju ári.

Romero er 33 ára gamall og verður 34 ára í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner