Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. janúar 2022 16:38
Brynjar Ingi Erluson
Rashford tjáir sig um stöðuna: Ég elska þetta félag
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford hefur lítið tjáð sig á samfélagsmiðlum síðustu vikur en hann sá sig tilknúnan þess að koma nokkrum hlutum á framfæri á Twitter í dag.

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikmannahópinn hjá Manchester United að undanförnu og að leikmenn séu afar óánægðir undir stjórn Ralf Rangnick.

Ensku blöðin hafa rætt um dauðan móral í hópnum, eitthvað sem Rashford harmar, því hann segir það ekki rétt. Hann vonast til þess að frammistaða liðsins batni á næstunni en Rashford segir að fólk eigi aldrei að draga þrá hans að gera betur fyrir klúbbinn, í efa.

„Ég las einhverstaðar ég hefði verið hljóðhlátur á forritinu undanfarið en hvað ég get sagt til að gera hlutina betri annað en að leggja mig fram á vellinum?" sagði Rashford og spurði.

„Við erum allir vonsviknir með frammistöðuna í síðustu leikjum og erum jafn vonsviknir yfir umfjölluninni þar sem skuldbinding okkar, ekki bara gagnvart liðinu og þjálfaranum, heldur einnig félaginu er dregin í efa. Ég ber ómælda virðingu fyrir félaginu og þjálfurunum og hlakka til að bæta leik minn undir þessum þjálfurum."

„Ég er ekki ósáttur eða óánægður en er ég vonsvikinn með frammistöðuna undanfarið? Auðvitað er ég það og ég er minn stærsti gagnrýnandi. Þetta hefur verið erfið byrjun en ég er ákveðinn í að sanna mig. Helgun mín og þrá að vera hér er eitthvað sem ætti aldrei að draga í efa. Ég elska þetta félag,"
sagði Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner