Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 08. janúar 2024 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eggert búinn í læknisskoðun hjá Elfsborg
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Eggert Aron Guðmundsson búinn í læknisskoðun hjá sænska félaginu Elfsborg.

Fyrir helgi greindi Hjörvar Hafliðason frá því að Stjarnan hefði samþykkt risatilboð frá Elfsborg.

Eggert er að ganga í raðir sænska félagsins eftir að hafa verið valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar.

Eggert er nítján ára miðjumaður sem sló í gegn í Bestu deildinni í fyrra og er á leið í sitt fyrsta A-landsliðsverkefni, hann gæti spilað sína fyrstu landsleiki í næstu viku þegar landsliðið mætir Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum.

Elfsborg endaði í 2. sæti sænsku Allsvenkan á síðasta tímabili. Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru leikmenn Elfsborg og Andri Fannar Baldursson er á láni hjá félaginu frá Bologna fram í sumargluggann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner