Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Eggert Aron Guðmundsson búinn í læknisskoðun hjá sænska félaginu Elfsborg.
Fyrir helgi greindi Hjörvar Hafliðason frá því að Stjarnan hefði samþykkt risatilboð frá Elfsborg.
Fyrir helgi greindi Hjörvar Hafliðason frá því að Stjarnan hefði samþykkt risatilboð frá Elfsborg.
Eggert er að ganga í raðir sænska félagsins eftir að hafa verið valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar.
Eggert er nítján ára miðjumaður sem sló í gegn í Bestu deildinni í fyrra og er á leið í sitt fyrsta A-landsliðsverkefni, hann gæti spilað sína fyrstu landsleiki í næstu viku þegar landsliðið mætir Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum.
Elfsborg endaði í 2. sæti sænsku Allsvenkan á síðasta tímabili. Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru leikmenn Elfsborg og Andri Fannar Baldursson er á láni hjá félaginu frá Bologna fram í sumargluggann.
Athugasemdir