Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með 1-0 sigur Tottenham gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins á heimavelli í kvöld
Liðið hefur lent í allskonar vandræðum á tímabiliinu en meiðslalistinn er ansi langur og Rodrigo Bentancur þurfti að fara af velli snemma leiks vegna höfuðmeiðsla. Þá spilaði Antonin Kinsky sinn fyrsta leik milli stanganna en hann gekk til liðs við félagið fyrir þremur dögum.
„Við höfum lent í miklu mótlæti. Við byrjuðum leikinn hrikalega vel og skoruðum næstum því áður en Bentancur meiddist. Svo missum við lykilmann í svona aðstæðum," sagði Postecoglou.
„Það er seigla í mínum leikmönnum og þeir halda áfram. Þetta eer mangað þegar þú hugsar út í það að við erum með nokkra átján ára stráka sem eru að spila út úr stöðu. Vinstri bakvörð sem er ekki vinstir bakvörður og markmaður að spila sinn fyrsta leik."
„Strákarnir gáfu allt í þetta, við þurftum að leggja hart að okkur. Þeir settu frábæra leikmenn inn á sem við gátum ekki en strákarnir héldu áfram og við skoruðum verðskuldað mark," sagði Postecoglou að lokum.