Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. febrúar 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Reikna með að Sancho fari í sumar
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hætta aldrei að grafa upp kjaftasögur.



Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að félagið sé að bíða eftir rétta augnablikinu í samningaviðræðum við Son Heung-Min en hann verður samningslaus árið 2023. (Evening Standard)

Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, er kominn á meiðslalistann og gæti beðið með frekari samningaviðræður við félagið þar til í sumar en samningur hans rennur út þá. (Marca)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, reiknar með að Wilfried Zaha (28) verði eftirsóttur í sumar. Zaha hefur áhuga á að spila í Meistaradeildinni. (Mail)

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að alvöru spurningar séu að vakna í kringum Jurgen Klopp í fyrsta skipti. (Mirror)

Kylian Mbappe (22) gæti samið við PSG á ný þrátt fyrir áhuga frá Liverpool og Real Madrid. (Talksport)

Marc Overmars, yfirmaður fótboltamála hjá Ajax, hættir hjá félaginu eftir tímabilið en hann gæti farið og starfað fyrir fyrrum félög sín Arsenal eða Barcelona. (Mundo Deportivo)

Tanguy Ndombele (24), miðjumaður Tottenham, segist þurfa að breytast ef hann vill slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni. (Evening Standard)

Jonathan Woodgate (41) segist ekki vita hvort hann taki við Bournemouth en hann er tímabundið við stjórnvölinn þessa dagana. (Sky Sports)

Forráðamenn Borussia Dortmund búast við því að Jadon Sancho fari í sumar en Manchester United er ennþá á eftir honum. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner