Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. febrúar 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Fá svakalegar bónusgreiðslur ef þeir vinna
Luciano Vietto fór á kostum í gær.
Luciano Vietto fór á kostum í gær.
Mynd: Getty Images
Sádi-arabíski auðkýfingurinn Al Waleed bin Talal Al Saud hefur lofað að greiða hverjum leikmanni Al-Hilal 38 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa komist í úrslitaleik HM félagsliða.

Ef Al-Hilal vinnur svo úrslitaleikinn, þar sem mótherjinn verður líklega Real Madrid, mun hver leikmaður svo fá aðrar 38 milljónir.

Al-Hilal komst í undanúrslit kepninnar, sem fram fer í Marokkó, með því að vinna heimamenn í Wydad Casablanca. Í gær vann liðið svo óvæntan 3-2 sigur gegn brasilísku risunum í Flamengo í undanúrslitunum.

Gamla vonarstjarnan Luciano Vietto var hetja Al-Hilal, krækti í tvær vítaspyrnur og skoraði sigurmark leiksins. Margir lesendur kannast eflaust við Vietto sem er í dag 29 ára en þegar hann var yngri var hann talinn einn mest spennandi ungi leikmaður Evrrópu.

Spánverjinn lék meðal annars fyrir Atletico Madrid og Villarreal ásamt því að hann átti eitt tímabil á lánssamningi hjá Fulham í enska boltanum.

„Það er mikil gleði, við erum stoltir fulltrúar Sádi-Arabíu. Ég tel að Flamengo hafi vanmetið okkar styrk. Geta leikmanna okkar hefur væntanlega komið þeim á óvart," segir Ramon Díaz, þjálfari Al-Hilal.

Evrópumeistarar Real Madrid koma beint inn í undanúrslit keppninnar og leika í kvöld gegn Al Ahly frá Egyptalandi. Sigurliðið mætir Al-Hilal í úrslitaleik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner