Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
banner
   lau 08. febrúar 2025 15:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía komin á blað - Vigdís Lilja átti þátt í marki
Mynd: RB Leipzig
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Leipzig í fyrsta sinn í dag þegar liðið lagði Werder Bremen að velli í þýsku deildinni í dag. Þetta var annar leikurinn hennar en hún spilaði í tapi gegn Bayern í síðustu umferð.

Leipzig var með 1-0 forystu í hálfleik en Bremen jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks. Emilía kom Leipzig aftur yfir en þetta var fyrsta mark hennar fyrir liðið.

Leipzig var manni fleiri síðasta hálftímann og bætti við tveimur mörkum, 4-1 lokatölur. Liðið er í 5. sætii með 22 stig eftir 14 umferðir.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri Anderlecht gegn Gent í belgísku deildinni í gær. Hún átti þátt í marki þegar hún átti skot í varnarmann, annað skot í varnarmann fylgdi í kjölfarið frá liðsfélaga hennar áður en boltinn fór loks í netið.

Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri Madrid gegn Eibar í spænsku deildinni. Hildur Antonsdóttir var ekki með vegna meiðsla. Madrid er í 9. sæti með 21 stig eftir 18 umferðir.

Þá er María Þórisdóttir úr leik í enska bikarnum þar sem Brighton tapaði 3-2 gegn Aston Villa. María spilaði 88 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner