Manchester City lenti í vandræðum með C-deildarlið Leyton Orient í enska bikarnum í dag.
Pep Guardiola gerði átta breytingar á liðinu sem steinlá 5-1 gegn Arsenal í deildinni en Stefan Ortega var áfram í markinu. Þá voru Vitor Reis og Nico Gonzalez í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik.
Eftir stundafjórðung lenti Gonzalez í vandræðum þegar hann missti boltann á miðjunni. Jamie Donley, sóknarmaður Leyton, var fljótur að átta sig og lét vaða frá miðju, boltinn fór í slána og í afturendann á Ortega og í netið.
Donley var einnig mikilvægur hinu megin á vellinum því hann bjargaði á línu.
Abdukodir Khusanov kom inn á sem varamaður í hálfleik og hann kom City aftur inn í leikinn. Rico Lewis átti skot fyrir utan teig og Khusanov fékk boltann í sig og þaðan fór boltinn í netið.
Pep Guardiola setti Kevin de Bruyne inn á og hann tryggði liðinu sigurinn þegar hann skoraði af stuttu færi eftir laglega sendingu frá Jack Grealish.
Leyton bankaði fast á dyrnar undir lokin en miðvörðurinn Daniel Happe fékk dauðafæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir markið.
Millwall er um miðja deild í Championship deildinni en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Leeds. Femi Azeez snéri aftur í lið Millwall eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í tæpan mánuð og skoraði bæði mörkin.
Leeds 0 - 2 Millwall
0-1 Femi Azeez ('30 )
0-2 Femi Azeez ('55 )
0-2 Pascal Struijk ('60 , Misnotað víti)
Leyton Orient 1 - 2 Manchester City
1-0 Stefan Ortega ('16 , sjálfsmark)
1-1 Abdukodir Khusanov ('56 )
1-2 Kevin De Bruyne ('79 )
Athugasemdir