Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barca vill framlengja við Xavi og Busquets
Mynd: EPA

Barcelona er búið að bjóða Xavi samningsframlengingu eftir eitt og hálft ár í starfi. Núverandi samningur Xavi við félagið gildir út næsta tímabil en Börsungar vilja bjóða honum langtímasamning.


„Það gerir mig mjög glaðan að vita að félagið vilji endurnýja samninginn minn. Það er merki um traustið sem ríkir innan félagsins. Ég ætla ekki að skrifa strax undir samninginn, ég vil fyrst vinna titil. Ef við vinnum titil þá tel ég aðstæðurnar vera tilvaldar fyrir mig til að halda áfram," sagði Xavi.

Joan Laporta, forseti Barca, svaraði einnig spurningum. Hann ræddi meðal annars leikmannamálin og Lionel Messi.

„Ég hitti Jorge Messi á dögunum og við ræddum um HM og um að halda heiðursleik fyrir Leo. Hann er leikmaður PSG í dag þannig ég vil ekki tjá mig um hvort hann geti eða geti ekki snúið aftur til Barcelona," sagði Laporta, sem var svo spurður hvort hann myndi leyfa Messi að fara ef staðan kæmi upp aftur. „Ég hefði tekið sömu ákvörðun varðandi Messi. Fjárhagsmálin voru ekki nógu góð hjá okkur.

„Við viljum gera nýjan samning við Xavi, hann á skilið að fá langtímasamning. Hann segist vilja vinna La Liga áður en hann skrifar undir. Við viljum líka gera samning við Sergio Busquets, en hann er með önnur mikilvæg tilboð á borðinu.

„Næsta sumar vantar okkur einn hægri bakvörð, einn miðvörð og einn sóknarmann og við munum líklegast þurfa að selja einhvern. Ég er ekki viss um að okkur vanti nýjan miðjumann."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner