Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. mars 2023 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rashford: Ekki rétt að við gáfumst upp
Mynd: EPA
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er leikur gegn Real Betis í Evrópudeildinni en hluti fundarins fór í að ræða tapið stóra gegn Liverpool á sunnudag, 7-0 urðu lokatölur eins og eflaust allir vita.

Rashford tekur fyrir það að liðið hafi gefist upp þegar staðan var orðin svört.

„Við gáfumst ekki upp, það er vitleysa. Við vorum óskipulagðir - það er rétt. Samskiptin voru slæm - það er rétt - þess vegna fengum við á okkur þessi mörk."

„Allir voru að reyna það mikið að komast inn í leikinn aftur að við hættum að fara eftir okkar gildum, bæði með og án bolta."

„Mér fannst framherjarnir reyna pressa sem heild, en það var ekki tenging við miðjuna, og svo var eins milli miðju og varnar. Við vorum að reyna ná taki á leiknum í 2-0 og 3-0, við áttum í samskiptum okkar á milli en vorum ekki sammála um hvernig ætti að gera hlutina."

„Þetta er búið. Það eina sem við getum gert er að læra af þessu og halda áfram. Ég er glaður og þakklátur að við fáum strax annan leik því við eigum möguleika á því að taka skref fram á við frá síðasta leik og skilja hann eftir fyrir aftan okkur,"
sagði Rashford.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 20:00 og fer fram á Old Trafford, heimavelli United.
Athugasemdir
banner
banner
banner