Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 08. apríl 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lindelöf æfir með sænsku B-deildarliði
Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United, fékk að fara heim til Svíþjóðar þegar keppni var stöðvuð á Englandi vegna kórónaveirunnar.

Lindelöf er nú að æfa með sænska B-deildarliðinu Västerås SK, sínu uppeldisfélagi.

„Hann bað sjálfur um að fá að æfa með okkur í þessari fordæmalausu stöðu. Hann er meira en velkominn. Það er líka gaman fyrir aðra leikmenn að hafa hann," segir Robin Blomme hjá Västerås.

Óvíst er hvort og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað og Lindelöf mun halda áfram að æfa í Svíþjóð.

Sænsk félög æfa með nánast hefðbundnum hætti þrátt fyrir heimsfaraldurinn eins og Arnór Ingvi Traustason sagði frá í viðtali við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir