Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 08. apríl 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maldini búinn að jafna sig
Paolo Maldini hefur, líkt og sonur sinn Daniel, jafnað sig á kórónaveirunni. Þett herma óstaðfestar heimildir ítalskra fjölmiðla.

Báðir greindust þeir með veirunna í síðasta mánuði og fóru saman í einangrun. Daniel sagði frá því í síðustu viku að hann væri ekki lengur með nein einkenni sem fyljga veirunni.

Heimildir Gazzettunnar og Calciomercato segja að Maldini eldri sé einnig búinn að ná fullum bata.

Maldini eldri er goðsögn í ítölskum fótbolta og á þessari leiktíð lék Maldini yngri sinn fyrsta deildarleik fyrir AC Milan.
Athugasemdir
banner