Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. maí 2022 16:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta kvenna: Þór/KA tók öll stigin í jöfnum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding 1 - 2 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('1 )
1-1 Kristín Þóra Birgisdóttir ('41 )
1-2 Arna Eiríksdóttir ('82 )

Lestu um leikinn


Þór/KA heimsótti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í dag. Fyrir leikinn var Afturelding án stiga en Þór/KA með þrjú stig eftir erfitt prógram, tap gegn Blikum í fyrstu umferð en sigur gegn Val í annarri.

Gestirnir byrjuðu af krafti en Sandra María Jessen kom liðinu yfir eftir aðeins 20 sekúndna leik.

„Þetta tók rosalega stuttan tíma, Tiffany kemur með fyrirgjöf inn í teig og eftir smá klafs í teignum leggur Sandra María boltann í netið." Skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í textalýsingu leiksins.

Afturelding jafnaði undir lok fyrri hálfleiks en Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði með góðu skoti.

Liðin sóttu til skiptis í síðari hálfleik en þegar tæpar 10 mínútur voru eftir fékk Þór/KA hornspyrnu. Andrea Mist Pálsdóttir sendi boltann fyrir þar sem Arna Eiríksdóttir stökk og skallaði boltann í netið og tryggði 2-1 sigur.

Afturelding áfram án stiga en Þór/KA komið með 6 stig eftir þrjá leiki.


Athugasemdir
banner
banner