Ísak Snær Þorvaldsson átti frábæran leik gegn ÍA í gær. Breiðablik vann 1-5 útisigur og skoraði Ísak tvö marka Blika.
Ísak lék með ÍA á láni frá Norwich seinni hluta tímabilsins 2020 og allt síðasta tímabil. Í vetur fékk hann sig svo lausan frá enska félaginu og samdi við Breiðablik.
Ísak lék með ÍA á láni frá Norwich seinni hluta tímabilsins 2020 og allt síðasta tímabil. Í vetur fékk hann sig svo lausan frá enska félaginu og samdi við Breiðablik.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 5 Breiðablik
Ísak hefur farið frábærlega af stað í sumar, skorað sex mörk í fjórum leikjum og hefur auk þess gefið tvær stoðsendingar. Bæði mörkin í gær komu í fyrri hálfleik. Það vakti athygli að hann fagnaði mörkum sínum ekki mikið í leiknum.
Sjá einnig:
„Var á slæmum stað utan vallar og það hafði áhrif innan vallar"
Ísak hefði getað fullkomnað þrennuna í seinni hálfleik en Árni Snær Ólafsson í marki ÍA sá við honum. Skömmu síðar var Ísak tekinn af velli og af gömlum vana tók hann stefnuna á varamannabekk ÍA.
„Bæði stuðningsmannalið klappa fyrir Ísaki - vel gert. Hann íhugaði að fara á gamla varamannabekkinn en fattaði á miðri leið að hann var á villigötum, brosti og sneri við og fór á bekkinn hjá Blikum," skrifaði fréttaritari í textalýsingunni frá leiknum í gær. Á myndunum sést að þjálfarateymi ÍA brosti bara af þessu hjá Ísaki.
Ísak var til viðtals eftir leikinn í gær. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég er mjög ánægður með þrjú stigin og mörkin og frammistöðuna hjá okkur strákunum," sagði Ísak. Skrítið að mæta hingað í grænu?
„Já, eins og sumir sáu kannski þá labbaði ég í skýlið hjá Skagamönnum en það er alltaf gaman að koma hingað," sagði Ísak.
Athugasemdir