Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   mán 08. maí 2023 22:59
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn ósáttur: Veldu einn þátt leiksins og við vorum ekki góðir í honum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Frammistaðan var fyrir neðan allar hellur, óboðleg og langt undir því sem þetta Blika lið á að sýna. Við vorum heppnir að vinna þennan leik." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir sigurinn á Fylki í Árbænum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að frammistaðan hafi verið óboðleg en hvað var hann svona mest ósáttur með? 

„Nefndu það. Sóknarleikinn, varnarleikinn, við vorum hægir í uppbyggingunni, hugmyndasnauðir, lítil hreyfing án bolta, lélegir að pressa, lélegir að pressa þegar við töpuðum boltanum, lélegir í stöðunni einn á móti einum. Við fáum mark úr okkur upp úr horni sem er ekki gott þannig veldu bara einhvern þátt leiksins og við vorum ekki nógu góðir í honum."

,,Stundum er auðvitað fótboltinn þannig að þú vinnur sem þú átt kannski ekki skilið að vinna og þú tapar leikjum sem þú átt kannski skilið að tapa. Fylkismenn voru flottir, vel skipulagðir og mér fannst þeir vera með meiri orku í þessum leik og það hryggir mig. Mér fannst leiðinlegt að horfa á það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner