Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 08. júní 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Berglind Björg spáir í áttundu umferð Pepsi-deildarinnar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Breiðabliki.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
FH vinnur KR samkvæmt spá Berglindar.
FH vinnur KR samkvæmt spá Berglindar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon var með einn leik réttan þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu umferð.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, spáir í áttundu umferðina sem fer fram um helgina.

Berglind verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á mánudaginn.



Fylkir 2 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Fylkir hefur byrjað mótið vel og mér líst mjög vel á þá.

Víkingur R . 0 - 1 ÍBV (14:00 á morgun)
Þetta verður mjög jafn leikur en ÍBV vinnur 1-0 að lokum. Gunnar Heiðar skorar.

Grindavík 0 - 1 Breiðablik (16:00 á morgun)
Bæði lið eru búin að vera á eldi og þetta verður mikil barátta en mínir menn í Breiðabliki taka þetta.

Valur 3 - 1 KA (17:00 á morgun)
Valsmenn byrjuðu sumarið ekki vel en eru að lifna við núna. Þeir vinna þetta örugglega.

Stjarnan 2 - 0 Fjölnir (17:00 á sunnudag)
Stjörnumenn eru komnir í gang. Þeir fylgja á eftir sigrinum gegn Blikum.

KR 1 - 2 FH (19:15 á sunnudag)
FH á mikið inni og þeir taka þennan leik.

Fyrri spámenn
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner