Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. júní 2021 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert: Heimurinn sem við lifum við í dag
Icelandair
Albert skoraði fyrra mark Íslands. Hér ræðir hann við landsliðsþjálfarann.
Albert skoraði fyrra mark Íslands. Hér ræðir hann við landsliðsþjálfarann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er smá svekkelsi að ná ekki að loka leiknum," sagði Albert Guðmundsson, leikmaður Íslands, við RÚV eftir 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik í kvöld.

Ísland spilaði vel í leiknum og komst tvisvar yfir. Pólland jafnaði í annað sinn seint og síðar meir.

„Ég held við getum verið nokkuð sáttir með þennan landsliðsglugga. Við spiluðum ágætlega í dag."

Albert skoraði fyrra mark Íslands en það stóð tæpt; fyrst var dæmd rangstaða en svo markið dæmt löglegt eftir að það var skoðað með myndbandsdómgæslu.

„Ég ætlaði bara að koma boltanum í netið og það tókst með nokkurra mínútna bið. Þessi bið var ekki stressandi, en það var böggandi að þurfa að bíða eftir þessu. Þetta er heimurinn sem við lifum við í dag, það er VAR og við þurfum að bíða eftir staðfestingu," sagði Albert.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner