Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjögurra ára bann fyrir að atast í Olsen
Mynd: Getty Images
Paul Colbridge, 37 ára stuðningsmaður Manchester City og íbúi í Salford, var einn þeirra sem hljóp inn á völlinn eftir sögulegan endurkomusigur sem tryggði Man City titilinn á lokadegi enska úrvalsdeildartímabilsins.

Nokkrir stuðningsmenn City virtust reyna að slá til Olsen og ögra honum og er Colbridge einn þeirra. Hann hefur verið settur í fjögurra ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki á Englandi eftir að hafa farið fyrir dóm.

Colbridge játaði á sig sök. Hann réði ekki lögfræðing heldur varði sig sjálfur og sagði meðal annars: „Þetta var heimskulegt hjá mér og eitthvað sem ég sá strax eftir. Ég var fullur og hafði strax samband við félagið á mánudeginum til að biðjast afsökunar.

„Þetta var stundarbrjálæði. Ég hef farið á City leiki í rúmlega 20 ár. Ég er ársmiðahafi en hef aldrei áður farið inn á völlinn sjálfan."

Colbridge var dæmdur til að greiða 795 pund í sekt og annan kostnað.


Athugasemdir
banner
banner
banner