Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 08. júní 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Gaal: Enginn Woodward að flækjast fyrir lengur
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal segir að sú staðreynd að Ed Woodward sé ekki lengur framkvæmdastjóri Manchester United geti skipt sköpum fyrir nýjan stjóra United. Richard Arnold er tekinn við starfi Woodward.

Erik ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United í vor og segir Van Gaal, sem er fyrrum stjóri félagsins, að það að nýir stjórnarmenn séu hjá félaginu sé jákvætt fyrir Ten Hag.

Van Gaal var stjóri United á árunum 2014-16 og er í dag landsliðsþjálfari Hollands. Lið hans mun mæta Wales í Þjóðadeildinni í dag og fyrir leik skaut Van Gaal föstum skotum að Woodward. Van Gaal hafði varað Ten Hag við því að taka við United í mars. Hann var aftur spurður út í Ten Hag í gær.

Sjá einnig:
Van Gaal: Man Utd er markaðsfyrirbæri en ekki fótboltafélag

„Það er komin ný stjórn. Það var Woodward og nú er það Richard Arnold og það getur skipt sköpum. Við verðum að bíða og sjá," sagði Van Gaal í gær.

Í kjölfarið var hann svo spurður út í hollenska landsliðsmanninn Jurrien Timber sem United er að íhuga að kaupa.

„Hann er með gæðin til þess að spila í úrvalsdeildinni, það er ekki vandamálið. En þarf hann að taka skrefið núna? Það er spurningin. Ef hann fær ekki að spila þá er það ekki svo gáfulegt. Hann þarf að spila," sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner