Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 08. júní 2023 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ívar viðurkennir mistök - „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið"
Danijel Dejan fagnar marki í leiknum gegn Breiðabliki.
Danijel Dejan fagnar marki í leiknum gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net
Ívar Orri Kristjánsson, dómari, viðurkennir að hann hafi ekki tekið sína bestu ákvörðun þegar hann ákvað að spjalda Danijel Dejan Djuric í stórleik Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni á dögunum.

Ívar Orri var til viðtals hjá Bjarna Helgasyni á Morgunblaðinu þar sem hann ræddi meðal annars um stórleikinn þar sem mikið gekk á.

Víkingar voru afar ósáttir við Ívar Orra í leiknum og eitt af þeim atriðum sem þeir voru ósáttir við var þegar Danijel Dejan Djuric féll til jarðar eftir baráttu við Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, í fyrri hálfleik.

Ívar Orri hefði hæglega getað gefið Damir rauða spjaldið en í staðinn fékk Danijel gult fyrir leikaraskap. Það var býsna furðulegur dómur þar sem augljóslega var ekki um leikaraskap að ræða.

Ívar spurður út í atvikið í viðtalinu við Bjarna og sagði þá: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun."

„Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu."

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem var tekið við Danijel eftir leikinn gegn Breiðabliki.

Sjá einnig:
Ívar Orri tjáir sig: Taldi mig vera í fullum rétti
Vann saga Danijels gegn honum á föstudaginn? - Damir stálheppinn
Danijel fann fyrir hálstaki - „Af hverju að taka í hálsinn á mér?"
Athugasemdir
banner
banner
banner