Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 08. júní 2024 19:14
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Vissum að þetta væri að fara að falla með okkur
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Hrefna Morthens
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var að vonum kát eftir 1-0 sigur Keflavíkur á liði Víkinga í Víkinni fyrr í dag. Keflavíkur hóf leikinn með gríðarlegri baráttu og það var alveg ljóst að liðið ætlaði sér ekki að gefa neitt eftir á vellinum. Kristrún var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um uppleggið og leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

„Maður þarf að byrja þetta af krafti og það gefur liðsfélögnum baráttuanda líka. En við ætluðum bara að koma hingað og vinna þetta í dag.“

Keflavíkurliðið byrjaði mótið illa og tapaði fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Nú hefur liðið unnið tvo deildarsigra í röð og þrjá í röð alls ef bikarkeppninn er talin með. Talsvert bjartara er því yfir Keflavík en eftir fyrstu fimm umferðirnar.

„Já, við vissum að þetta væri að fara að falla með okkur og að þegar það gerðist þá myndi þetta byrja að rúlla. Við höfum talað um það og núna er boltinn byrjaður að rúlla.“

Í liði Keflavíkur er talsvert um ungar stelpur, sumar hverjar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild en aðrar sem eiga einhverja leiki að baki. Ein þeirra Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir gerði sigurmark leiksins í dag. Kristún er að vonum ánægð með ungviðið.

„Þær eru bara frábærar. Við erum með Salóme, Ölmu og Sigurbjörgu sem skoraði glæsilegt mark. Mikilvægt fyrir hana og okkur. Þetta er bara frábært og framtíðin er björt.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner