Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 08. júní 2024 19:14
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Vissum að þetta væri að fara að falla með okkur
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Hrefna Morthens
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var að vonum kát eftir 1-0 sigur Keflavíkur á liði Víkinga í Víkinni fyrr í dag. Keflavíkur hóf leikinn með gríðarlegri baráttu og það var alveg ljóst að liðið ætlaði sér ekki að gefa neitt eftir á vellinum. Kristrún var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um uppleggið og leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

„Maður þarf að byrja þetta af krafti og það gefur liðsfélögnum baráttuanda líka. En við ætluðum bara að koma hingað og vinna þetta í dag.“

Keflavíkurliðið byrjaði mótið illa og tapaði fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Nú hefur liðið unnið tvo deildarsigra í röð og þrjá í röð alls ef bikarkeppninn er talin með. Talsvert bjartara er því yfir Keflavík en eftir fyrstu fimm umferðirnar.

„Já, við vissum að þetta væri að fara að falla með okkur og að þegar það gerðist þá myndi þetta byrja að rúlla. Við höfum talað um það og núna er boltinn byrjaður að rúlla.“

Í liði Keflavíkur er talsvert um ungar stelpur, sumar hverjar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild en aðrar sem eiga einhverja leiki að baki. Ein þeirra Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir gerði sigurmark leiksins í dag. Kristún er að vonum ánægð með ungviðið.

„Þær eru bara frábærar. Við erum með Salóme, Ölmu og Sigurbjörgu sem skoraði glæsilegt mark. Mikilvægt fyrir hana og okkur. Þetta er bara frábært og framtíðin er björt.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner