Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   lau 08. júní 2024 19:14
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Vissum að þetta væri að fara að falla með okkur
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Hrefna Morthens
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var að vonum kát eftir 1-0 sigur Keflavíkur á liði Víkinga í Víkinni fyrr í dag. Keflavíkur hóf leikinn með gríðarlegri baráttu og það var alveg ljóst að liðið ætlaði sér ekki að gefa neitt eftir á vellinum. Kristrún var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um uppleggið og leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

„Maður þarf að byrja þetta af krafti og það gefur liðsfélögnum baráttuanda líka. En við ætluðum bara að koma hingað og vinna þetta í dag.“

Keflavíkurliðið byrjaði mótið illa og tapaði fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Nú hefur liðið unnið tvo deildarsigra í röð og þrjá í röð alls ef bikarkeppninn er talin með. Talsvert bjartara er því yfir Keflavík en eftir fyrstu fimm umferðirnar.

„Já, við vissum að þetta væri að fara að falla með okkur og að þegar það gerðist þá myndi þetta byrja að rúlla. Við höfum talað um það og núna er boltinn byrjaður að rúlla.“

Í liði Keflavíkur er talsvert um ungar stelpur, sumar hverjar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild en aðrar sem eiga einhverja leiki að baki. Ein þeirra Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir gerði sigurmark leiksins í dag. Kristún er að vonum ánægð með ungviðið.

„Þær eru bara frábærar. Við erum með Salóme, Ölmu og Sigurbjörgu sem skoraði glæsilegt mark. Mikilvægt fyrir hana og okkur. Þetta er bara frábært og framtíðin er björt.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner