Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 08. júní 2024 19:14
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Vissum að þetta væri að fara að falla með okkur
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Hrefna Morthens
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var að vonum kát eftir 1-0 sigur Keflavíkur á liði Víkinga í Víkinni fyrr í dag. Keflavíkur hóf leikinn með gríðarlegri baráttu og það var alveg ljóst að liðið ætlaði sér ekki að gefa neitt eftir á vellinum. Kristrún var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um uppleggið og leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

„Maður þarf að byrja þetta af krafti og það gefur liðsfélögnum baráttuanda líka. En við ætluðum bara að koma hingað og vinna þetta í dag.“

Keflavíkurliðið byrjaði mótið illa og tapaði fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Nú hefur liðið unnið tvo deildarsigra í röð og þrjá í röð alls ef bikarkeppninn er talin með. Talsvert bjartara er því yfir Keflavík en eftir fyrstu fimm umferðirnar.

„Já, við vissum að þetta væri að fara að falla með okkur og að þegar það gerðist þá myndi þetta byrja að rúlla. Við höfum talað um það og núna er boltinn byrjaður að rúlla.“

Í liði Keflavíkur er talsvert um ungar stelpur, sumar hverjar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild en aðrar sem eiga einhverja leiki að baki. Ein þeirra Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir gerði sigurmark leiksins í dag. Kristún er að vonum ánægð með ungviðið.

„Þær eru bara frábærar. Við erum með Salóme, Ölmu og Sigurbjörgu sem skoraði glæsilegt mark. Mikilvægt fyrir hana og okkur. Þetta er bara frábært og framtíðin er björt.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner