Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 08. júní 2024 19:14
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Vissum að þetta væri að fara að falla með okkur
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Hrefna Morthens
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var að vonum kát eftir 1-0 sigur Keflavíkur á liði Víkinga í Víkinni fyrr í dag. Keflavíkur hóf leikinn með gríðarlegri baráttu og það var alveg ljóst að liðið ætlaði sér ekki að gefa neitt eftir á vellinum. Kristrún var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um uppleggið og leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

„Maður þarf að byrja þetta af krafti og það gefur liðsfélögnum baráttuanda líka. En við ætluðum bara að koma hingað og vinna þetta í dag.“

Keflavíkurliðið byrjaði mótið illa og tapaði fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Nú hefur liðið unnið tvo deildarsigra í röð og þrjá í röð alls ef bikarkeppninn er talin með. Talsvert bjartara er því yfir Keflavík en eftir fyrstu fimm umferðirnar.

„Já, við vissum að þetta væri að fara að falla með okkur og að þegar það gerðist þá myndi þetta byrja að rúlla. Við höfum talað um það og núna er boltinn byrjaður að rúlla.“

Í liði Keflavíkur er talsvert um ungar stelpur, sumar hverjar að stíga sín fyrstu skref í efstu deild en aðrar sem eiga einhverja leiki að baki. Ein þeirra Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir gerði sigurmark leiksins í dag. Kristún er að vonum ánægð með ungviðið.

„Þær eru bara frábærar. Við erum með Salóme, Ölmu og Sigurbjörgu sem skoraði glæsilegt mark. Mikilvægt fyrir hana og okkur. Þetta er bara frábært og framtíðin er björt.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner