Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
David, Neto og Openda efstir á lista hjá Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og er í leit að sóknarleikmanni.

Sky Sports greinir frá því að Jonathan David, Pedro Neto og Loïs Openda séu efstir á innkaupalistanum.

David á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Lille, þar sem hann er samherji Hákons Arnars Haraldssonar, en virðist ekki vilja semja aftur við félagið í ljósi mikils áhuga utan landsteinanna.

David er 24 ára kanadískur framherji sem hefur komið að 102 mörkum í 183 leikjum með Lille. Hann skoraði 26 og lagði upp 9 sinnum í 47 leikjum á síðustu leiktíð.

David gæti verið auðveldasta skotmarkið, en Openda er algjör lykilmaður í liði RB Leipzig sem keypti hann fyrir 40 milljónir evra í fyrrasumar. Leipzig vill ekki selja framherjann sinn, sem kom að 35 mörkum í 45 leikjum á sínu fyrsta tímabili með nýjum liðsfélögum.

Að lokum er Pedro Neto, 24 ára kantmaður Wolves, einnig á óskalistanum eftir að hafa gefið 11 stoðsendingar í 24 leikjum á síðustu leiktíð.

Þá er ekkert leyndarmál að félagið er tilbúið til að selja Djed Spence, Sergio Reguilón, Pierre-Emile Höjbjerg og Bryan Gil í sumar, auk þess sem AC Milan gæti verið að festa kaup á Emerson Royal.
Athugasemdir
banner
banner