Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 08. ágúst 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Hvort fer Barcelona eða Napoli áfram?
Barcelona fær Napoli í heimsókn.
Barcelona fær Napoli í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Bayern er í mjög góðri stöðu.
Bayern er í mjög góðri stöðu.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu klárast í kvöld og að sjálfsögðu er búið að spá í spilin fyrir leikina þar í Meistaraspánni. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:00.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Barcelona 2 - 2 Napoli (Samanlagt 3-3, Napoli áfram)
Tvö lið sem hafa ekki spilað sérstaklega vel undanfarnar vikur. Napoli gæti unnið miðjusvæðið í leiknum í kvöld og þá jafnvel klárað leikinn en það fer eftir því hvernig varnarmenn þeirra ráða við stjörnuframherja Barca.

Bayern Munchen 2 - 0 Chelsea (Samanlagt 5-0)
Forysta Bayern frá fyrri leiknum er það stór að þeir munu aldrei missa þetta einvígi frá sér. Bayern þarf þó að spila þennan leik af kraft til að undirbúa sig undir næstu leiki í Meistaradeildinn en þeir hafa ekki spilað keppnisleik í mánuð. Chelsea með marga leikmenn frá munu verjast vel en 2-0 tap verður algjört lágmark.

Óli Stefán Flóventsson

Barcelona 1 - 0 Napoli (Samanlagt 2-1)
Þarna koma saman tvö lið sem hafa ekki staðið undir væntingum í vetur. Leikurinn gerir það ekki heldur og Barcelona vinnur 1-0 í slökum leik. Það kemur varla á óvart að Messi geri gæfumuninn og skori seint í leiknum.

Bayern Munchen 3 - 0 Chelsea (Samanlagt 6-0)
Ég held að Bayern Munchen sé alltaf að fara að klára þetta einvígi. Auðvitað eru þeir í þannig stöðu að þeir vinna útileikinn 3-0. Ég held bara að þeir hafi getað stillt sinn undirbúning á þennan leik á meðan Chelsea hefur þurft að spila sínu liði í gegnum svakalega törn þar sem mikið hefur verið undir í öllum leikjum þar sem meistaradeildarsætið var í húfi fram að lokaleik í deildinni og svo kom bikarúrslitaleikurinn í framhaldi af því sem þeir greiddu dýru gjaldi því þeir misstu þrjá leikmenn í meiðsli þar. Jorginho er í leikbanni ofan á það. Bayern klárar þennan leik 3-0.

Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Barcelona 2 - 1 Napoli (Samanlagt 3-2)
Barcelona klárar Napoli 2-1. Óvænt að Messi verði á blaði og sjálfsmark hjá Pique.

Bayern Munchen 2 - 0 Chelsea (Samanlagt 5-0)
Bayern á hálfum hraða vinnur Chelsea. Thiago spilar ekki mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner