lau 08. ágúst 2020 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Við munum koma til baka
Lampard á hliðarlínunni í kvöld.
Lampard á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Chelsea tapaði samanlagt 7-1 gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Chelsea tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og var upprúllunin af hálfu Bayern kláruð í kvöld með 4-1 sigri þýska liðsins á heimavelli. Löngu og ströngu tímabili er lokið hjá Chelsea.

„Strákarnir stóðu sig ágætlega. Það er erfitt að segja það eftir 4-1 tap, ég er ekki ánægður með að við fengum tvö mörk á okkur snemma en við komumst til baka inn í leikinn úr því," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, við BT Sport eftir leikinn.

„Við gerðum einstaklingsmistök sem skilaði þeim mörkum og á þessu stigi mun það ganga frá þér."

„Við erum verkefni í vinnslu. Það er ekki hið venjulega fyrir Chelsea. Við misstum besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í Eden Hazard. Að ná fjórða sætinu er venjulega ekki fagnaðarefni fyrir Chelsea, við viljum meira en okkur finnst við hafa afrekað eitthvað með þennan hóp. Núna þurfum við að hugsa um hvar við getum bætt okkur."

„Ég sé leið fyrir okkur og við munum koma til baka."

Sjá einnig:
Næst stærsta tap í sögunni hjá ensku félagi
Athugasemdir
banner
banner
banner