Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 08. ágúst 2022 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo byrjaði gegn ensku utandeildarliði í dag - Spilað fyrir luktum dyrum
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo spilaði í 5-1 sigri Manchester United á enska utandeildarliðinu Halifax Town á Carrington-æfingasvæðinu í dag.

Ronaldo kom inná sem varamaður í 2-1 tapi United gegn Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en hann fékk svo fleiri mínútur í lappirnar í dag.

United spilaði á móti Halifax Town og var Ronaldo í byrjunarliðinu en leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum.

Hann var ekki eini leikmaðurinn úr aðalliðinu sem spilaði en Aaron Wan-Bissaka, Alejandro Garnacho, Eric Bailly og Anthony Elanga spiluðu allir.

Ekki kemur fram hverjir skoruðu mörk United.

Næsti leikur United er gegn Brentford á laugardag en sá leikur fer fram á Community-leikvanginum, heimavelli Brentford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner