Í dag var dregið í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda. Drátturinn fór fram í stúkunni á Laugardalsvelli fyrir framan hóp áhorfenda, sem reyndar voru flestir mættir í þeim aðaltilgangi að horfa á U15 landsliðsæfingu.
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ hafði umsjón með drættinum. Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ sá um að draga ásamt Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni fréttamanni Fótbolta.net.
Fyrst voru heimaliðin dregin og þar komu 2. deildarliðin tvö; KFA og Selfoss, upp úr skálinni.
KFA mun fá 4. deildarlið Tindastóls í heimsókn og það verða Árbæingar úr 3. deild sem fara á Selfoss.
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ hafði umsjón með drættinum. Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ sá um að draga ásamt Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni fréttamanni Fótbolta.net.
Fyrst voru heimaliðin dregin og þar komu 2. deildarliðin tvö; KFA og Selfoss, upp úr skálinni.
KFA mun fá 4. deildarlið Tindastóls í heimsókn og það verða Árbæingar úr 3. deild sem fara á Selfoss.
Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 21. september en úrslitaleikurinn verður svo á föstudagskvöldinu 27. september á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.
Undanúrslitin:
KFA - Tindastóll
Selfoss - Árbær
Athugasemdir