þri 08. september 2020 11:50
Magnús Már Einarsson
Belgíska sambandið segir að leikurinn við Ísland fari fram
Icelandair
Úr leik Belgíu og Íslands árið 2018.
Úr leik Belgíu og Íslands árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsmaður belgíska knattspyrnusambandsins segir að leikur liðsins gegn Íslandi í kvöld muni fara fram eins og áætlað er klukkan 18:45.

Brandon Mechele, varnarmaður belgíska landsliðsins, greindist í gær með kórónaveiruna.

Mechele hefur verið sendur í átta daga einangrun og hann er ekki lengur með belgíska hópnum.

Allir leikmenn og starfsmenn belgíska landsliðsins fara í kórónuveirupróf í dag.

Óvíst er hvort að niðurstöður úr prófunum liggi fyrir áður en leikurinn hefst en eins og staðan er núna mun leikurinn fara fram samkvæmt áætlun.
Athugasemdir
banner
banner
banner