Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. september 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti sigur Liechtenstein undir stjórn Helga Kolviðs kom í kvöld
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, stýrði í kvöld Liechtenstein til sigurs í fyrsta sinn frá því hann tók við liðinu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Úrslit kvöldsins:
Þjóðadeildin: Danmörk tók stig gegn Englandi

Liechtenstein vann 2-0 útisigur gegn San Marínó í D-deild Þjóðadeildarinnar. Nicolas Hasler kom Liechtenstein yfir á þriðju mínútu og Yanik Frick bætti við öðru marki á 14. mínútu og þar við sat.

Liðið hafði tapað sjö leikjum og gert tvö jafntelfi í þjálfaratíð Helga áður en kom að sigrinum í kvöld.

Helgi er fyrrum landsliðsmaður og var aðstoðarþjálfari Íslands frá 2016 til 2018.
Athugasemdir
banner
banner