Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Danmörk tók stig gegn Englandi
England gerði markalaust jafntefli við Danmörku.
England gerði markalaust jafntefli við Danmörku.
Mynd: Getty Images
Frakkland varð heimsmeistari 2018 eftir 4-2 sigur á Króatíu í úrslitaleik. Þessi lið áttust aftur við í kvöld og það urðu sömu lokatölur.
Frakkland varð heimsmeistari 2018 eftir 4-2 sigur á Króatíu í úrslitaleik. Þessi lið áttust aftur við í kvöld og það urðu sömu lokatölur.
Mynd: Getty Images
Ísland tapaði stórt fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld en alls voru níu leikir í keppninni í dag. Hér að neðan má sjá úrslitin úr hinum átta leikjunum.

Úrslitin í Brussel
Draumabyrjunin varð að hálfgerðri martröð

Í riðli okkar Íslendinga í A-deild mættust Danmörk og Englendingar í Kaupmannahöfn. Svo fór að ekkert mark var skorað í frekar leiðinlegum leik. Gareth Southgate er gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að spila of mörgum varnarsinnuðum leikmönnum.

Belgía er með sex stig, England með fjögur stig, Danmörk eitt stig og Ísland án stiga.

Það var endurtekning frá úrslitaleik HM 2018 þegar Frakkland og Króatía áttust við í París. Frakkland vann 4-2 í úrslitaleik HM og það gerðu þeir aftur í kvöld. Í sama riðli skoraði Cristiano Ronaldo tvennu í sigri Portúgals á Svíþjóð.

Einnig var leikið í C-deild og í D-deild en öll úrslitin má eins og fyrr segir sjá hér að neðan.

A-deild:
Danmörk 0 - 0 England

Frakkland 4 - 2 Króatía
0-1 Dejan Lovren ('17 )
1-1 Antoine Griezmann ('43 )
2-1 Dominik Livakovic ('45 , sjálfsmark)
2-2 Josip Brekalo ('55 )
3-2 Dayot Upamecano ('65 )
4-2 Olivier Giroud ('77 , víti)

Svíþjóð 0 - 2 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('45 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('72 )
Rautt spjald: Gustav Svensson, Sweden ('44)

B-deild:
Armenía 2 - 0 Eistland
1-0 Aleksandr Karapetyan ('43 )
2-0 Wbeymar Angulo ('65 )

Georgía 1 - 1 Norður-Makedónía
1-0 Tornike Okriashvili ('13 , víti)
1-1 Stefan Ristovski ('33 )
Rautt spjald: Visar Musliu, North Macedonia ('64)

Kýpur 0 - 1 Aserbaídsjan
0-1 Maksim Medvedev ('29 )

Lúxemborg 0 - 1 Svartfjallaland
0-1 Fatos Beciraj ('90 , víti)
Rautt spjald: Christopher Martins, Luxembourg ('84)

D-deild:
San Marínó 0 - 2 Liechtenstein
0-1 Nicolas Hasler ('3 )
0-2 Yanik Frick ('14 )
Athugasemdir
banner
banner