Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. september 2021 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Okkur fannst Hannes kjörinn í þennan leik
Icelandair
Hannes inn, Rúnar út.
Hannes inn, Rúnar út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru þrír leikir á mjög stuttum tíma. Þýska liðið er mjög orkumikið og við þurftum að vera með ferskar fætur," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við RÚV fyrir leikinn gegn Þýskalandi.

Það eru sex breytingar gerðar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu gegn Norður-Makedóníu á sunnudag. Hægt er að skoða byrjunarliðið með því að hérna.

Eiður kom inn á að Kári Árnason sé meiddur og því ekki með í dag. Jón Guðni Fjóluson kemur inn fyrir hann.

Hannes Þór Halldórsson byrjar í markinu í staðinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson, sem hefur byrjað síðustu tvo leiki.

„Þegar þú ferð út í þjálfarastöðuna þá þarftu að hugsa kannski aðeins út fyrir rammann. Við vitum það fyrir fram að Þýskaland mun vera með boltann 60-70 prósent af tímanum og það mun liggja á okkur. Okkur fannst Hannes kjörinn í þennan leik út af reynslunni. Hann hefur eiginleika fyrir þennan leik sem eru betri en það sem Rúnar Alex er með. Við vonumst eftir sömu frammistöðu frá Hannesi og við höfum séð frá honum síðustu tíu ár," sagði Eiður.

„Við vitum að Hannes verður ekki með okkur næstu þrjú árin, eða hvað sem það er, en þetta er leikurinn fyrir hann að okkar mati. Rúnar Alex á framtíðina fyrir sér, eins og Patrik. Framtíðin er björt hvað þessi mál varðar. Í dag fannst okkur þetta rétta ákvörðunin."
Athugasemdir
banner
banner