Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 08. september 2022 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Man Utd: Fred og Ronaldo verstir
Ronaldo átti ekki góðan leik í kvöld.
Ronaldo átti ekki góðan leik í kvöld.
Mynd: EPA
Fred fékkst lægstu einkunnina
Fred fékkst lægstu einkunnina
Mynd: EPA
Manchester United tapaði 0-1 gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom á 59. mínútu þegar Brais Mendez skoraði úr vítaspyrnu.

Ítalski dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Lisandro Martínez eftir að David Silva átti skot að marki úr vítateig United. Boltinn fór af læri Martínez og þaðan í hönd hans. Atvikið var skoðað í VAR en var ekki breytt.

Sjá einnig:
Vafasamt víti dæmt á Man Utd - Réttur dómur?

Manchester Evening News fjallar um tap United í kvöld og gefur leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu þeirra í leiknum.

Fred fær lægstu einkunnina í leiknum eða 3. „Hann átti ekki góðan leik og spilaði sem 'tía' þrátt fyrir að Christian Eriksen væri inn á. Hann var eins og fiskur á þurru landi," segir í grein MEN.

Cristiano Ronaldo fær næst lægstu einkunn eða 4. „Flaggaður rangstæður allavega fjórum sinnum og var aldrei réttstæður í markinu sem hann skoraði. Varð verri eftir því sem leið á leikinn."

Christian Eriksen, sem fór af velli í hálfleik, fær hæstu einkunnina eða 8.

Aðrar einkunnir:
David de Gea - 6
Diogo Dalot - 6 (af velli í hálfleik)
Victor Lindelöf - 5
Harry Maguire - 6
Tyrell Malacia - 6
Casemiro - 5
Antony - 5
Anthony Elanga - 5

Varamenn:
Lisandro Martínez - 7
Bruno Fernandes - 6
Alejandero Garnacho - 5
Jadon Sancho - 5
Charlie McNeill - 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner