Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. september 2022 18:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lössl búinn að slá Elías út?
Jonas Lössl
Jonas Lössl
Mynd: EPA
Elías Rafn
Elías Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonas Lössl er í byrjunarliði Midtjylland sem mætir Sturm Graz í Evrópudeildinni í kvöld. Það er annar leikurinn í röð sem Lössl byrjar hjá Midtjylland því hann varði einnig mark liðsins í 0-2 tapi gegn Álaborg um helgina.

Elías Rafn Ólafsson sló Lössl út úr liði Midtjylland síðasta haust sem endaði með því að Lössl fór til Brentford á láni fyrri hluta þessa árs.

Elías varði mark liðsins langstærstan hluta síðasta tímabils eða allt þar til hann meiddist í mars. Hann missti því af endasprettinum þegar Midtjylland gerði mjög góða hluti og leysti hinn reyndi David Ousted hann þá af.

Það kom ekki í veg fyrir að Elías var aftur kominn í byrjunarliðið á undirbúningstímabilinu og hafði varið mark liðsins í öllum leikjunum þar til kom að leiknum gegn Álaborg. Þar átti Lössl engan stjörnuleik og átti sök í fyrra marki Álaborgar.

Elías var aðalmarkvörður íslenska landsliðsins síðasta haust en missti af síðustu tveimur verkefnum vegna meiðslanna. Landsliðið kemur saman seinna í þessum mánuði og verður fróðlegt að sjá hver mun verja mark liðsins í Albaníu í lokaleik Íslands í Þjóðadeildinni.

Næsti leikur Midtjylland er gegn Nordsjælland á sunnudag og spurning hvort Elías verði þá í markinu eða hvort Lössl sé búinn að gera stöðuna að sinni - í bili.
Athugasemdir
banner
banner
banner