fim 08. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mata búinn að finna sér nýtt félag
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Juan Mata er loksins að finna sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar.

Hann er við það að skrifa undir eins árs samning við tyrkneska félagið Galatasaray.

Það voru sögusagnir um áhuga Leeds fyrir nokkrum vikum en það var ekkert til því.

Mata vann fjóra bikara og lék 285 leiki fyrir United eftir að hann kom frá Chelsea í janúar 2014.

Mata, sem er 34 ára, mun lenda í Istanbúl síðar í dag þar sem hann mun ganga frá eins árs samningi við Galatasaray.
Athugasemdir
banner
banner