Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. september 2022 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Það er eins og ekkert gangi upp þessa stundina
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma, var hissa á tapi síns liðs gegn Ludogorets í Evrópudeildinni í kvöld. Lokatölur urðu 2-1 í Búlgaríu.

„Við fengum tækifærin til að skora, en þetta er riðlakeppnin og við eigum fimm leiki eftir til að laga stöðuna," sagði Mourinho stjóri eftir leik.

Roma tapaði 4-0 um helgina gegn Udinese og því um annað tap Roma í röð að ræða.

„Ég ætla ekki að segja að við höfum spila stórkostlegan leik, því það er ekki satt, en mér fannst við gera nóg til að koma í veg fyrir tap. Við fengum tækifæri til að skora. Við svörum vel eftri að þeir skoruðu en svo skoruðu þéir aftur. Það er eins og ekkert gangi upp þessa stundina."

„Sem betur fer er þetta riðlakeppnin og við höfum fimm leiki til að laga stöðuna. Núna er pressa á okkur eftir tap í fyrsta leik. Í næstu viku verðum við að taka þrjú stig á heimavelli,"
sagði Mourinho.

Hann vildi ekki kenna varnarmönnunum um tapið og sagði alla í liðinu þurfa að verjast vel. Hann segir seinna mark Búlgarana hafa orsakast af því að Roma ætlaði sér sigur í leiknum.

Ludogorets 2 - 1 Roma
1-0 Cauly ('72 )
1-1 Eldor Shomurodov ('86 )
2-1 Gustavo Nonato ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner