Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 08. september 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Pickford meiddur og missir af komandi landsleikjum
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford meiddist á læri í markalausu jafntefli Everton gegn Liverpool um síðustu helgi.

Hann verður frá í mánuð og missir af leikjum Englands í Þjóðadeildinni; gegn Ítalíu og Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Þá missir hann af leikjum Everton gegn Arsenal og West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Everton staðfesti í yfirlýsingu að Pickford muni ekki snúa aftur fyrr en eftir landsleikjagluggann.

Hinn reynslumikli Asmir Begovic er eini heili markvörður Everton þar sem Andy Lonergan er frá vegna hnémeiðsla.
Athugasemdir
banner