Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. september 2022 10:47
Elvar Geir Magnússon
„Potter fullfær um að stýra stórliði“
Graham Potter hefur gert frábæra hluti hjá Brighton.
Graham Potter hefur gert frábæra hluti hjá Brighton.
Mynd: EPA
Fólk mun sjá það að Graham Potter er fullfær um að stýra stórliði eins og Chelsea. Það segir Huw Jenkins sem var stjórnarformaður Swansea og réði Potter til félagsins 2018.

„Það kemur mér ekkert á óvart að Chelsea vilji fá hann. Hann hefur gert magnaða hluti sem stjóri og lært allar leiðir til að þróa feril sinn. Hann er nægilega góður til að stíga skrefið frá Brighton til Chelsea vegna þess hvernig karakter hann er," segir Jenkins.

„Hann er með perónuleika og getu til að stýra hvaða stórliði sem er. Hann er gríðarlega skipulagður og yfirvegaður. Hann panikkar ekki yfir neinu. Hann er klókur stjóri, mikill pælari og leggur leikina þannig upp að lið hans láta alltaf vaða á andstæðinginn. Hann getur gert það hjá öllum félögum."

Potter er að taka við Chelsea eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Greint var frá því í morgun að munnlegt samkomulag sé í höfn. Potter er að hætta hjá Brighton, þar sem hann hefur gert frábæra hluti, til að taka við Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner