Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 08. september 2022 08:55
Elvar Geir Magnússon
Potter tekur við Chelsea - Munnlegt samkomulag í höfn
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Graham Potter sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Chelsea og verði næsti stjóri liðsins. Nú þurfi bara formlega að ganga frá málunum áður en Chelsea kynnir Potter.

Chelsea tilkynnti í gær að Thomas Tuchel hefði verið rekinn í kjölfarið á 1-0 tapi gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni. Potter var strax orðaður við starfið en hann hefur gert frábæra hluti með Brighton og þykir spila skemmtilegan fótbolta.

Potter hélt til Lundúna í viðræður í gær og sást á æfingasvæði Brighton í morgun, væntanlega til að kveðja.

Brighton er búið að fresta fréttamannafundi sínum sem átti að vera fyrir leikinn gegn Bournemouth um helgina.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Chelsea svara - „Sturluð ákvörðun"




Athugasemdir
banner