Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   sun 08. september 2024 13:58
Brynjar Ingi Erluson
Glódís og Karólína örugglega áfram í 16-liða úrslit
Glódís og Karólína eru komnar áfram
Glódís og Karólína eru komnar áfram
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komust báðar áfram í 16-liða úrslit þýska bikarsins í dag.

Karólína Lea var í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem lagði Karlsruher að velli, 2-0.

Leverkusen hefur byrjað tímabilið á tveimur sigrum en liðið vann Freiburg, 3-2, í fyrsta deildarleiknum sem fór fram síðustu helgi, þar sem Karólína lagði einmitt upp fyrsta mark liðsins. Karólína er á láni hjá Leverkusen frá Bayern.

Glódís Perla var þá í vörn Bayern München sem kjöldró Sand, 6-0, í Willstätt.

Auðveldur og góður sigur Bayern sem stefnir á að komast í úrslit annað árið í röð.

Hörkubyrjun hjá Glódísi en liðið hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Liðið vann Wolfsburg, 1-0, í Ofurbikarnum og lagði þá Potsdam að velli, 2-0, í fyrstu umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner