Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   sun 08. september 2024 10:06
Brynjar Ingi Erluson
Haaland verður með riftunarákvæði í samningnum - Saliba til Real Madrid?
Powerade
Saliba til Real?
Saliba til Real?
Mynd: Getty Images
Antony gæti farið til Newcastle
Antony gæti farið til Newcastle
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta sunnudegi en það eru nokkrir áhugaverðir molar að þessu sinni.

Erling Braut Haaland (24), framherji Manchester City, færist nær því að skrifa undir nýjan samning við félagið, en samningurinn mun gera hann að launahæsta leikmanni félagsins(Marca)

Nýr samningur Haaland verður með riftunarákvæði sem verður innan seilingar fyrir Real Madrid ef félagið vill kaupa hann í framtíðinni. (Mail)

Real Madrid ætlar að fá William Saliba (23), varnarmann Arsenal og franska landsliðsins. (Fichajes)

Eddie Howe, stjóri Newcastle United, er að íhuga tilboð í Antony (24), leikmann Manchester United og brasilíska landsliðsins, það er að segja ef Newcastle tekst ekki að fá Anthony Elanga (22) frá Nottingham Forest. (Caught Offside)

Newcastle mun þá reyna að fá Marc Guehi (24), varnarmann Crystal Palace, á afsláttarverði í janúar, þegar átján mánuðir eru eftir af samningi hans, en Palace mun hins vegar ekki lækka verðmiða enska landsliðsmannsins. (Football Insider)

Jamal Musiala (21), leikmaður Bayern München, er í miklum metum hjá Manchester City, en hann hefur ekki útilokað þann möguleika á að fara í ensku úrvalsdeildina. Samningur Musiala rennur út árið 2026. (Goal)

Þýski varnarmaðurinn Jonathan Tah (28), segir að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við Bayer Leverkusen, en núgildandi samningur rennur út á næsta ári. Bayern München vildi fá hann í sumar en Leverkusen neitaði að selja. (90min)

Leverkuen gæti neyðst til að selja Tah í janúarglugganum fyrir tombóluverð til að koma í veg fyrir að leikmaðurinn fari á frjálsri sölu næsta sumar. (Fichajes)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er án félags eftir að hafa yfirgefið Juventus í sumar, en þessi 29 ára gamli leikmaður hefur ekki áhuga á því að fara til Tyrklands. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner