Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu fullkomið aukaspyrnumark Luka Modric
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn þaulreyndi Luka Modric var í byrjunarliði Króatíu sem vann 1-0 sigur gegn Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hinn 38 ára gamli Modric, sem á 39 ára afmæli á morgun, lék allan leikinn og skoraði eina mark leiksins í þokkabót. Hann gerði það beint úr aukaspyrnu sem væri ekki frásögu færandi ef hún væri ekki einstaklega falleg.

Modric náði að hitta boltann fullkomlega og stýra honum undir vinkilinn með nokkuð lausri snertingu. Það var ekki mikill kraftur á bakvið boltann en skotið reyndist þó algjörlega óverjandi fyrir Lukasz Skorupski, eins og má sjá hér fyrir neðan.

Modric spilaði 77 mínútur í 2-1 tapi gegn Portúgal á fimmtudaginn og náði góðum 90 mínútum í kvöld, eftir að hafa komið við sögu í nánast öllum leikjum Real Madrid á síðustu leiktíð.

Modric var að spila sinn 180. landsleik fyrir Króatíu og er þar með orðinn næstleikjahæsti landsliðsmaður Evrópuþjóðar frá upphafi, einungis eftir Cristiano Ronaldo sem á 213 landsleiki að baki.

Alternate angle of Luka Modri?'s perfectly placed free kick against Poland
byu/50lipa insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner