Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 20:57
Magnús Már Einarsson
Aron: Gamla bandið er komið saman aftur
Icelandair
Aron og Gylfi fagna í leiknum í kvöld.
Aron og Gylfi fagna í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera virkilega solid. Við fengum lítið af færum á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega niður í seinni hálfleik en það gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá markinu. Mér fannst við vera virkilega sterkir í dag og gamla bandið er komið saman aftur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur á Rúmenum í umspili um sæti Á EM.

„Við erum virkilega sáttir. Fyrri hálfleikur er búinn núna og núna er það næsti leikur. Næst er það Danmörk í Þjóðadeildinni og við ætlum að vinna hann líka."

Ísland komst í 2-0 í fyrri hálfleik og stjórnaði leiknum þangað til Rúmenar fengu vafasama vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að Damir Skomina tók sér langan tíma í að dæma með hjálp frá VAR. Vítaspyrnan var dæmt á Ragnar Sigurðsson eftir baráttu í teignum eftir aukaspyrnu. Aron skallaði boltann í burtu eftir aukaspyrnu en leikmaður Rúmena hljóp á hönd Ragnars og víti var dæmt.

„Ég er ekki búinn að sjá þetta en ég talaði við Ragga og hann segir að hann komi aftan að honum. Raggi reiknaði ekki með að ég myndi vinna skallaboltann og er að undirbúa sig fyrir að skalla í burtu. Hann fór í þessa automatic hreyfingu sem maður gerir þegar maður fer í skallabolta."

„Ég spurði dómarann eftir leik, af hverju ertu að horfa á þetta svona lengi? Ertu að reyna að finna eitthvað til að dæma?' Hann sagði að hann þyrfti að hafa allt á hreinu til að dæma víti. Það er ekkert við hann að sakast. Hann lét leikinn fljóta vel en þetta var eina atriðið sem hann klikkaði á fannst mér,


60 meðlimir Tólfunnar létu vel í sér heyra í stúkunni í dag.

„Þeir voru geggjaðir. Það er ótrúlegt að þeir hafi náð upp þessari stemningu og það heyrðist vel í þeim. Það er flott að þeir fengu að koma á völlinn. Það var gott að hafa þá hérna til að rífa okkur áfram. Við þurftum á því að halda," sagði Aron við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner